Frí heimsending!
Leiðbeiningar
Undirbúningur
Flötur þarf að vera sléttur og laus við óhreinindi. Fyrir steypt gólf er æskilegt að demantsslípa flötinn áður en Epoxy Málning er sett á.
Blöndun
5:2. Blandið 5 hlutum af Epoxy Málningu, efnisþætti A, við 2 hluta af Epoxy Málningu, efnisþætti B, þ.e. 60% efnisþáttum A á móti 40% af efnisþætti B. Hrærið blönduna í 2 mínútur með því að nota lághraðabor með hræristykki. Skiptið pakkningum ekki upp – ef blöndunarhlutfallið er rangt verður hersla ekki nægilega góð.
Málun
Reikna má með því að það fari 300 – 350 gr á fermetra miðað við tvær umferðir í málun.
Hella þarf blöndunni á flötinn til þess að auka við vinnslutímann. Efnið tekur sig á 20 mínútum í fötunni en vinnslutíminn þegar efnið er komið á flötinn er allt að 45 mínútur.
Byrjað er á því að skafa efninu á flötinn með spartlspaða, gluggasköfu eða einhverju sambærilegu. Svo notað málningarrúllu eftir á. Best er að mála í til hægri og vinstri, og svo fram og aftur. Þetta er gert til þess að forðast að fá för eftir rúlluna í gólfið.
Mælt er með því að fara með tvær umferðir á gólfið til þess að ná sem bestri þekju. Eftir fyrri umferðina mun líklegast sjást í þurra bletti og því mikilvægt að mála umferð númer 2.
Ef ekki er óskað eftir háglans áferð, er hægt að mála yfir með PU MG Satin/Matt.
Yfirmálun
Þurrktími er almennt háður hreyfingu loftsins, hitastigi og filmuþykkt málningarumferðar. Mála má yfir Epoxy Málningu eftir að það er orðið snertiþurrt. Við 20°C má reikna með að efnið sé snertiþurrt eftir 12 klukkustundir.
Endanlegt álagsþol næst eftir 7 daga herðingu við kjörskilyrði. Lágt hitastig lengir þornunartímann töluvert.





