Frí heimsending!
Leiðbeiningar
Undirbúningur
Flötur þarf að vera sléttur og laus við óhreinindi. Fyrir steypt gólf er æskilegt að demantsslípa og grunna flötinn með Epoxy grunn áður en Epoxy Málning er sett á.
Blöndun
2:1. Blandið 2 hlutum af Epoxy Málningu, efnisþætti A, við 1 hluta af Epoxy Málningu, efnisþætti B. Hrærið blönduna í 2 mínútur með því að nota lághraðabor með hræristykki. Skiptið pakkningum ekki upp – ef blöndunarhlutfallið er rangt verður hersla ekki nægilega góð.
Málun
Eftir að Epoxy grunnurinn hefur verið settur á flötinn og hann orðinn full þurr, er hægt að setja Epoxy Málningu á flötinn. Hella þarf blöndunni á flötinn til þess að auka við vinnslutímann. Efnið tekur sig á 20 mínútum í fötunni en vinnslutíminn þegar efnið er komið á flötinn er allt að 45 mínútur.
Byrjað er á því að skafa efninu á flötinn með spartlspaða, gluggasköfu eða einhverju sambærilegu. Svo notað málningarrúllu eftir á. Best er að mála í til hægri og vinstri, og svo fram og aftur. Þetta er gert til þess að forðast að fá för eftir rúlluna í gólfið.
Mælt er með því að fara með tvær umferðir á gólfið til þess að ná sem bestri þekju.
Ef ekki er óskað eftir háglans áferð, er hægt að mála yfir með PU MG Satin/Matt.
Yfirmálun
Þurrktími er almennt háður hreyfingu loftsins, hitastigi og filmuþykkt málningarumferðar. Mála má yfir Epoxy Málningu eftir að það er orðið snertiþurrt. Við 20°C má reikna með að efnið sé snertiþurrt eftir 12 klukkustundir.
Endanlegt álagsþol næst eftir 7 daga herðingu við kjörskilyrði. Lágt hitastig lengir þornunartímann töluvert.