Frí heimsending!
6,8kg af Micro Base
Undirbúningur
Flötur þarf að vera sléttur, þurr og laus við óhreinindi.
Verkferli
Skref 1. Grunna þarf gólf með GP Primer.
- Magn af efni: 0,2kg á fermetra.
- Tól: Notast skal við málningarrúllu og pensil í þennan hluta ferlisins.
- Þurrktími: 1-2 klukkustundir
Skref 2. Micro Base er sett á flötinn.
- Magn: 6,8kg sett fer á 7-10 fermetra.
- Tól: Borvél/hrærivél til að hræra sementinu saman og glattari eða spartlspaði til að skafa efninu á flötinn.
- Þurrktími: 1-2 klukkustundir. Hægt er að fara í skref 3 um leið og Micro Base er orðin þurr. Ef Micro Top er sett yfir deginum eftir, þarf að slípa yfir flötinn með sandpappírsslípivél og ryksuga vel áður en skref 3 er hafið.
Skref 3. Micro Top sett yfir flötinn.
- Magn: 3,04kg sett fer á 7-10 fermetra.
- Tól: Borvél/hrærivél til að hræra sementinu saman og glattari eða spartlspaði til að skafa efninu á flötinn.
- Þurrktími: 1-2 klukkustundir.
Skref 4. CMT Coating er sett yfir flötinn.
- Magn af efni: 0,15kg á fermetra.
- Tól: Notast skal við lakkrúllu og pensil í þennan hluta ferlisins.
- Þurrktími: 1-2 klukkustundir.
Skref 5. PU MG Matt/Satin (2 þátta) – Þetta skref má framkvæma þegar CMT Coating er orðið þurrt.
- Blanda þarf Part A og Part B saman
- Magn af efni: 0,15kg á fermetra.
- Tól: Notast skal við lakkrúllu og pensil í þennan hluta ferlisins.
- Þurrktími: 1-2 klukkustundir.