Hefur þú velt því fyrir þér hvaða hrærivél er besti valkosturinn til þess að blanda mismunandi efni? Þvingunarblandara, venjuleg steypuhrærivél eða handhrærivél?
Það er frumskógur af valmöguleikum!
HTH Lausnir selja allar þrjár tegundirnar af hrærivélum, Þvingunarblandara, hefðbundnu steypuhrærivélarnar og handhrærivélarnar. Og auðvitað er ástæða fyrir því: þessar þrjár tegundir hrærivéla eru frábærar fyrir mismunandi tilgang.
HTH Lausnir vill að þú fáir sem bestu reynsluna og niðurstöðuna með vélinni þinni. Hér fyrir neðan er yfirlitstafla til að hjálpa þér að velja réttu hrærivélina.
Handhrærivélar eru frábærar til þess að blanda smærra magn. Þær geta blandað þykk efni með því að notast við rétta hræripinnann, en auðvitað er auðveldara að blanda þynnri efni með handhrærivélunum, og þá sérstaklega ef notast er við hálf-sjálfvirka handhrærivél.
Hefðbundnar steypuhrærivélar (eða “steypuhrærivélar”) blanda með aðstoð þyngdaraflsins. Þær vinna töluvert hægar en Þvingunarblandari, en eru mjög góðar fyrir vörur eins og hrásteypu í grunna og steypta palla, þar sem ekki er þörf fyrir því að virkja allar sameindir blöndunnar, og ekki er þörf fyrir fullkominni einsleitni í blöndunni.
Þvingunarblandari getur blandað allt sem hinar hrærivélarnar geta – og meira – hraðar og þú svitnar ekki einu sinni við það. Blöndunin verður einsleit, og mælt er með þessum vélum til húsagerðar og þess háttar.
Mundu: Nota þarf blöndunararma með gúmmí ef blandan inniheldur mulning eða möl sem nær yfir 8 mm.
Í yfirlitstöflunni hér að neðan höfum við sett X við þá vél sem mælt er með til að blanda mismunandi efni.