Microcement frá Quartzline

Varanlegt og langvarandi Microcement fyrir veggi og gólf

CemLine Micro, microcementið frá Quartzline hentar sérstaklega vel á bæði gólf og veggi.

Það hentar sérlega vel fyrir blautrými eins og sturtuklefa og baðherbergi þar sem Micro er fullkomlega vatnshelt.

CemLine Micro hentar því mjög vel fyrir gólf og veggi á heimilum, skrifstofum, sýningarsölum o.fl.

Undirbúningur

Flötur þarf að vera sléttur, þurr og laus við óhreinindi. 

Verkferli

Skref 1.Grunna þarf gólf með GP Primer. 

  • Magn af efni: 0,2kg á fermetra. 
  • Tól: Notast skal við málningarrúllu og pensil í þennan hluta ferlisins.
  • Þurrktími: 1-2 klukkustundir

Skref 2.Micro Base er sett á flötinn. 

  • Magn: 6,8kg sett fer á 7-10 fermetra.
  • Tól: Borvél/hrærivél til að hræra sementinu saman og glattari eða spartlspaði til að skafa efninu á flötinn. 
  • Þurrktími: 1-2 klukkustundir. Hægt er að fara í skref 3 um leið og Micro Base er orðin þurr. Ef Micro Top er sett yfir deginum eftir, þarf að slípa yfir flötinn með sandpappírsslípivél og ryksuga vel áður en skref 3 er hafið. 

Skref 3.Micro Top sett yfir flötinn.

  • Magn: 3,04kg sett fer á 7-10 fermetra.
  • Tól: Borvél/hrærivél til að hræra sementinu saman og glattari eða spartlspaði til að skafa efninu á flötinn. 
  • Þurrktími: 1-2 klukkustundir.

Skref 4.CSL Coating er sett yfir flötinn.

  • Magn af efni: 0,15kg á fermetra. 
  • Tól: Notast skal við málningarrúllu og pensil í þennan hluta ferlisins.
  • Þurrktími: 1-2 klukkustundir. 

Skref 5. PU MG Matt/Satin – Þetta skref er alltaf framkvæmt daginn eftir að Skref 4 er tekið.

  • Magn af efni: 0,15kg á fermetra. 
  • Tól: Notast skal við málningarrúllu og pensil í þennan hluta ferlisins.
  • Þurrktími: 1-2 klukkustundir.